Lögmenn Juris búa yfir margra ára reynslu af því að aðstoða viðskiptavini við að undirbúa sig fyrir og bregðast við fjárhagslegum erfiðleikum. Stofan átti mikla aðkomu að eftirmálum efnahagshrunsins 2008, og meðal viðskiptavina stofunnar voru fjölmargir sem efnahagshrunið hafði áhrif á.
Víðtæk reynsla og þekking okkar á þessu sviði gerir okkur kleift að aðstoða viðskiptavini við að ákveða hvenær er ráðlagt að stofna til viðskipta og taka tillit til og draga úr áhættuþáttum þar sem það á við.
Við erum einnig sérfræðingar í að veita viðskiptavinum ráðgjöf þegar fjárhagslegir erfiðleikar gera vart við sig, og aðstoðum bæði skuldara og kröfuhafa við að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverju stigi til að varðveita, viðhalda og endurheimta verðmæti.
Sérfræðingar okkar á sviði málflutnings og úrlausn ágreiningsmála hafa mikla reynslu af málflutningi og úrlausn ágreiningsmála tengdum gjaldþrotaskiptum, meðal annars í tengslum við riftun og viðurkenningu krafna. Við höfum rekið mörg umfangsmikil mál á þessu sviði á undanförnum árum, þ.á m. stór ágreiningsmál á milli landa. Sjá nánar málflutningur og úrlausn ágreiningsmála.
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Sérfræðingur