IS EN

Stefán A. Svensson

Stefán A. Svensson Eigandi Lögmaður

Stefán er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann lauk LL.M. námi í viðskiptarétti við Cambridge háskóla árið 2008. Stefán hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2005 og er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en þar kennir hann meðal annars réttarfar og kröfurétt. Þá hefur hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir Lögmannafélag Íslands og var um tíma varaformaður Lögmannafélags Íslands og áður formaður laganefndar félagsins. Stefán var svo kjörinn formaður Lögmannafélags Íslands 2024.

Stefán hefur flutt fjölda mála meðal annars á sviði viðskiptaréttar, þ.m.t. fordæmisgefandi mál, fyrir íslenskum dómstólum og hefur einnig flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum ásamt því að hafa verið kvaddur sem sérfræðivitni um íslenskan rétt í þrígang fyrir enskum dómstólum og einu sinni fyrir alþjóðlegum gerðardómi.

Í umsögnum alþjóðlegra matsfyrirtækja, þ. á m. Chambers og Legal 500, hefur Stefáns ítrekað verið getið á lista yfir þá lögmenn sem sérstaklega er mælt með.

Starfssvið

Menntun

 • Hæstaréttarlögmaður 2010
 • Cambridge University, LL.M. í viðskiptarétti 2008
 • Héraðsdómslögmaður 2005
 • Háskóli Íslands, cand. jur. 2004
 • Københavns Universitet, Nordplus styrkþegi 2003

Starfsferill

 • Juris frá 2008
 • Lögfræðiskrifstofan Suðurlandsbraut 6 2004-2008

Kennsla

 • Aðjúnkt og síðar lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2015
 • Stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2005-2015

Nefndar- og stjórnarstörf

 • Í stjórn Lögmannafélags Íslands frá 2018-2020, þar af varaformaður 2019-2020 og formaður frá 2024
 • Í laganefnd Lögmannafélags Íslands, þar af formaður 2015-2018
 • Ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, 2002-2003
 • Í stjórn Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, 2002-2003