Juris býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar og tengdum réttarsviðum.
Til okkar leita fyrirtæki, sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar um ráðgjöf á flestum sviðum stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar, bæði í tengslum við daglegan rekstur og úrlausn ágreiningsmála.
Við ráðleggjum sveitarfélögum reglulega í málum er varða öll svið stjórnsýslunnar, meðal annars á sviði opinberra innkaupa, skipulags- og byggingarmál, starfsmannamála og vegna almennrar fylgni við efnis- og formreglur. Höfum við margsinnis gætt hagsmuna sveitarfélaga fyrir dómstólum í málum af ýmsum toga.
Við höfum einnig reynslu af því að veita fyrirtækjum ráðgjöf um margvísleg álitamál á þessu sviði, meðal annars í tengslum við meðferð mála hjá umboðsmanni Alþingis, stjórnsýslunefndum og dómstólum. Sjá nánar málflutningur og úrlausn ágreiningsmála.
Eigandi
Eigandi
Fulltrúi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Eigandi
Fulltrúi
Eigandi
Fulltrúi