IS EN

Málflutningur og úrlausn ágreiningsmála

Sérfræðingar stofunnar á sviði málflutnings og úrlausnar ágreiningsmála eru á meðal þeirra bestu á Íslandi. Á því sviði sameinum við þekkingu okkar og reynslu á málflutningi og réttarfarsreglum við sérfræðiþekkingu okkar á því réttarsviði sem ágreiningur snýr að. Við skiljum þarfir viðskiptavina okkar, einbeitum okkur að þeim atriðum sem máli skipta og hjálpum viðskiptavinum að finna hagkvæmar lausnir á ágreiningsmálum.

 

Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu af rekstri flókinna dómsmála á sviði fjármála og viðskipta, en við rekum einnig dómsmál á öðrum réttarsviðum, meðal annars á sviði kröfuréttar, fjarskiptaréttar, eignarréttar, verktakaréttar, stjórnskipunarréttar og gjaldþrotaskiptaréttar.

 

Á grundvelli áratugareynslu okkar á þessu sviði getum við ráðlagt viðskiptavinum á fyrstu stigum um þá möguleika sem eru fyrir hendi til lausnar ágreinings án aðkomu dómstóla eða gerðardóms.

 

Ef rekstur dómsmáls er eina eða besta leiðin til að leysa úr ágreiningi eru sérfræðingar færir um að ráðleggja viðskiptavinum og koma fram fyrir þeirra hönd á öllum stigum málarekstrar. Við höfum umtalsverða reynslu af því að reka mál fyrir öllum dómsstigum á Íslandi, og átta eigendur stofunnar hafa málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Við búum einnig yfir reynslu af rekstri mála fyrir gerðardómum.


Við höfum einnig umtalsverða reynslu af því að koma fram fyrir ýmsum stjórnsýslu- og áfrýjunarnefndum, meðal annars óbyggðanefnd, áfrýjunarnefnd samkeppnismála, yfirskattanefnd og úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála.

 

Þá hafa sérfræðingar okkar reynslu á alþjóðlegum vettvangi, og þá sérstaklega af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum og af því að veita viðskiptavinum ráðgjöf í tengslum við úrlausn ágreinings á milli landa. Við búum yfir og viðhöldum tengslum við lögmenn í öðrum löndum, sem við höfum unnið með áður. Sérfræðingar okkar hafa einnig verið sérfræðivitni í málaferlum erlendis um íslensk álitaefni.

 

Í samstarfi við Lex lögmannsstofu rekum við innheimtufyrirtækið Gjaldskil.