IS EN

Samkeppnisréttur og reglufylgni

Á undanförnum áratugum hafa áhrif laga- og reglusetninga á starfsemi fyrirtækja aukist mjög. Við búum yfir mikilli reynslu og þekkingu af því að ráðleggja viðskiptavinum okkar varðandi þau lög og þær reglur sem hafa áhrif á starfsemi þeirra og hvernig beri að tryggja reglufylgni í umhverfi sem er í stöðugri þróun.

 

Sérfræðingar okkar á sviði samkeppnisréttar hafa umtalsverða reynslu og þekkingu í samkeppnismálum, bæði í viðskiptum almennt og við úrlausn ágreiningsmála á sviði samkeppnisréttar, fyrir dómi og gagnvart samkeppnisyfirvöldum. Sú þekking og reynsla nýtist við að hjálpa viðskiptavinum að koma auga á samkeppnisréttarleg álitaefni og bregðast við til samræmis, með viðeigandi aðgerðum. Ef viðskiptavinur er undir rannsókn samkeppnisyfirvalda veita sérfræðingar okkar aðstoð og ráðgjöf í gegnum það ferli. Ef viðskiptavinur okkar telur að samkeppnisaðili hafi brotið gegn samkeppnislögum veita sérfræðingar okkar að sama skapi ráðgjöf um möguleg lagaúrræði.

 

Sérfræðingar okkar á sviði skattaréttar veita skattaráðgjöf á öllum stigum viðskipta, og hafa að auki reynslu af því að veita ráðgjöf og koma fram fyrir hönd viðskiptavina vegna meðferðar mála hjá skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd.

 

Við veitum viðskiptavinum okkar jafnframt sérfræðiráðgjöf á sviði persónuverndar, meðal annars við að útbúa persónuverndarstefnu, vinnslusamninga og skrá yfir vinnslustarfsemi, sem og við að bregðast við fyrirspurnum og beiðnum í tengslum við persónuvernd.

 

Við búum jafnframt yfir reynslu við að veita viðskiptavinum ráðgjöf á ýmsum öðrum sviðum, meðal annars vegna peningaþvættisreglna.