IS EN

Banka- og fjármálamarkaðir

Juris er ein af stærstu stofum landsins sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði banka- og fjármálamarkaða, en á stofunni starfa lögmenn með sérfræðiþekkingu og reynslu á þeim réttarsviðum, bæði við úrlausn ágreiningsmála og almenna ráðgjöf. Margir af sérfræðingum stofunnar hafa áður starfað sem innanhúslögmenn hjá bönkum eða fjármálastofnunum. Við veitum fjármálastofnunum, viðskiptavinum þeirra og opinberum aðilum ráðgjöf. Þekking okkar og víðtæk reynsla gerir okkur kleift að skilja og bregðast við fjölbreyttum þörfum og markmiðum viðskiptavina.

 

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf við alla þætti viðskipta á sviði banka- og fjármálamarkaða, meðal annars ráðgjöf við samningu lána- og tryggingaskjala og samningaviðræður í því sambandi. Einnig veitum við viðskiptavinum okkar ráðgjöf við milliríkjaviðskipti, þ.á m. fjármögnun og fjármagnsflutninga á milli landa, en á skrifstofu okkar í Reykjavík starfa saman bæði íslenskir og enskir lögmenn. Sérfræðingar okkar búa yfir margra ára reynslu af því að veita ráðgjöf út frá kröfum og stöðlum alþjóðlegs fjármálaréttar, meðal annars LMA, ISDA og GMSLA, og standa að samningsgerð á slíkum grundvelli.

 

Sérfræðingar okkar í málflutningi og úrlausn ágreiningsmála á sviði banka- og fjármálamarkaða eru leiðandi á því sviði á Íslandi, og hafa á undanförnum árum farið með mörg stór og flókin mál, auk þess að hafa átt þátt í úrlausn stórra ágreiningsmála á milli landa. Sjá nánar málflutningur og úrlausn ágreiningsmála.

 

Við erum jafnframt sérfræðingar í reglum á fjármálamarkaði og við ráðleggjum fjármálastofnunum um skyldur þeirra samkvæmt slíkum reglum íslensks réttar og Evrópuréttar. Sjá nánar samkeppnisréttur og reglufylgni.

 

Reynsla okkar á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar og gjaldþrotaskiptaréttar gerir okkur kleift að aðstoða viðskiptavini við ákvarðanatökur við samningsgerð og bregðast við fjárhagsörðugleikum. Sjá nánar fjárhagsleg endurskipulagning og gjaldþrotaskiptaréttur.

Sérfræðingar